Helgarnámskeið 25. – 26. janúar 2025
Helgarnámskeið 25. – 26. janúar 2025
Helgarnámskeið í silkiprentun
Dagsetning: 25. – 26. janúar 2025.
Tími: 10 – 16.
Verð 48.000 kr.
Kennari: Atli Bender hönnuður og listamaður.
Staðsetning: Íslensk Grafík, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Hámarksfjöldi 4.
Á námskeiðinu munu nemendur læra undirstöðu atriði í silkiprentun, undirbúningur ramma, blöndun lita og prentun á pappír eða textíl efni.
Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið í hvaða möguleikar eru í boði í silkiprenti, hvernig myndefni er hægt að gera, aðstoð við að fullvinna prentið og undirbúa ramma.
Í síðari hluta námskeiðsins eru myndirnar prentaðar á það efni sem nemendur velja og möguleiki á að gera tilraunir með mismunandi efni.
Innifaliðí námskeiðsgjaldi: Allt efni og litir til að undirbúa og prenta silkiprentmyndir (hámarksstærði A4 eða A3). Það verður pappír á staðnum en ef nemendur vilja prenta á eitthvað sérstakt efni koma þeir með það sjálfir.